Snorri Magnússon er menntaður þroskaþjálfi og íþróttakennari. Frá árinu 1990 hefur hann staðið í forgrunni, hvað varðar ungbarnasund og ungbarnasundkennslu á Íslandi.

Ungbarnasund er markviss örvun og aðlögun barna 0-2 ára í vatni. Aldurinn 3 mánaða til 8-9 mánaða þykir heppilegur til að byrja slíka þjálfun. En þó er hægt að byrja fyrr og eins seinna.

Tilgangur slíkrar þjálfunar getur verið margþættur bæði fyrir börn, foreldra og kennarans.

  • Að venja barn við vatn sem hreyfiumhverfi.
  • Að barnið fái útrás fyrir hreyfiþörf sína og örvi þar með hreyfiþroska og styrk.
  • Að venja barn við ögrandi umhverfi sem hefur örvandi áhrif á sem flest skynfæri barnsins.
  • Að skapa umhverfi þar sem foreldrar og barn geta aukið og styrkt tengslamyndun hvert við annað.
  • Að venja barn við vatn og köfun, auka sjálfstraust og virðingu barnsins í vatni.
  • Að barnið finni fyrir öryggi og líði vel í sundi.

Ungbarnasund Snorra er staðsett í sundlaug Skálatúns í Mosfellsbæ. Sjá kort.

Leitast hefur verið við frá upphafi að hafa gæði sundlaugavatnsins sem best, bæði hvað varðar hreinleika og tærleika.
Sundlaugin er hringlaga með bogadregnum steyptum tröppum. Þetta form laugarinnar gerir ungbarnasund afar þægilegt og skemmtilegt.
Búnings- og baðaðstaða er fyrir bæði kynin. Aðstaða fyrir börn s.s skiptiborð og rými á sundlaugarbakka mjög góð. Öll aðkoma og bílastæði til fyrimyndar.

Stundatafla

Ungbarnasund Snorra er skipulagt þannig að foreldrar og Snorri gera með sér munnlegan samning um ungbarnasund í einn mánuð. Foreldrar mæta með barnið sitt tvisvar í viku á ákveðnum tíma. Hver tími er um 60 mínútur. Þetta er því 8-9 skipti í mánuði og er mánaðargjaldið kr. 16.000. Ef foreldrar missa úr tíma eða geta ekki mætt í sinn tíma hafa þeir möguleika á að bæta upp tímann með því að mæta með öðrum hópi.
Foreldrar geta ákveðið hversu lengi þeir eru með barn sitt í ungbarnasundi, þ.e. upp að 12 mánaða aldri. Snorri tekur börn fyrst 2-3 mánaða gömul í ungbarnasund og ekki miklu eldri en 8-9 mánaða þegar þau byrja í sundinu. Snorri býður foreldrum sem hafa áhuga á ungbarnasundi að koma og horfa á sundtíma til að skoða aðstæður og sjá hvernig sundtími fer fram. Þá kennir hann foreldrum auðveldar undirbúningsæfingar til að vinna með barninu heima.
Snorri reynir að svara öllum tölvupósti en vill endilega að allar innskráningar fari fram í gegnum síma. Hann svarar öllum símtölum. Ef hann getur ekki svarað strax þá hringir hann til baka við fyrsta hentugleika. GSM sími Snorra er (+354) 896-6695.

Sumartími
1. júní til 31. ágúst

Hópur 1

Mánudaga 12:45 - Fimmtudaga 12:45

Hópur 2

Mánudaga 14:00 - Fimmtudaga 14:00

Hópur 3

Mánudaga 09:15 - Fimmtudaga 09:15

Hópur 4

Þriðjudaga 12:45 - Föstudaga 12:45

Hópur 5

Þriðjudaga 14:00 - Föstudaga 14:00

Hópur 6

Þriðjudagar 09:15 - Föstudagar 09:15

Hópur 7

Mánudaga 10:30 - Fimmtudaga 10:30

Hópur 8

Þriðjudaga 10:30 - Föstudaga 10:30

Vetratími
1. september til 31.mai

Hópur 1

Mánudaga 12:45 - Fimmtudaga 12:45

Hópur 2

Mánudaga 14:00 - Fimmtudaga 14:00

Hópur 3

Miðvikudaga 12:45 - Laugardaga 12:00

Hópur 4

Þriðjudaga 12:45 - Föstudaga 12:45

Hópur 5

Þriðjudaga 14:00 - Föstudaga 14:00

Hópur 6

Miðvikudaga 14:00 - Laugardaga 13:30

Hópur 7

Mánudaga 10:30 - Fimmtudaga 10:30

Hópur 8

Þriðjudaga 10:30 - Föstudaga 10:30

Hópur 9

Laugardögum 09:15

Bókanir í síma 896 6695

Fróðleikur og söngtextar

Comments Box SVG iconsUsed for the like, share, comment, and reaction icons

5 days ago

Ungbarnasund Snorra - Snorri's baby swimming

KAF - NÝ ÍSLENSK HEIMILDAMYND - FRUMSÝND Í BÍÓ PARADÍS 5. SEPTEMBER! KAF fjallar um Snorra, frumkvöðul… ... See MoreSee Less

Video image

Comment on Facebook

Hanna Björk Valsdóttir, Anna Rún Tryggvadóttir og Elín Hansdóttir. Mikið þykir mér gaman að sjá að þið eru metnar að verðleikum í ykkar frábæra starfi við ykkar sköpun og list. Þið hafið allar ástríðu, eljusemi natni og þor. Já, svo heldur lífið áfram... ... See MoreSee Less

Hanna Björk Valsdóttir, Anna Rún Tryggvadóttir og Elín Hansdóttir. Mikið þykir mér gaman að sjá að þið eru metnar að verðleikum í ykkar frábæra starfi við ykkar sköpun og list. Þið hafið allar ástríðu, eljusemi natni og þor. Já, svo heldur lífið áfram...Image attachment

Comment on Facebook

Takk elsku Snorri ❤️

Takk elsku Snorri ❤️

2 weeks ago

Ungbarnasund Snorra - Snorri's baby swimming

✨TAKK ALLIR SEM KOMU Á FRUMSÝNINGUNA OG FÖGNUÐU MEÐ OKKUR!✨ KAF ER ÁFRAM Í DAGLEGUM SÝNINGUM Í BÍÓ PARADÍS! EKKI MISSA AF! ✨

MIÐASALA HÉR 💦👉https://bioparadis.is/kvikmyndir/kaf/

photos: Patrik Ontkovic

Snorri Magnússon Elín Hansdóttir Anna Rún Tryggvadóttir Hanna Björk Valsdóttir Bergsteinn Björgúlfsson Björn Viktorsson Þórunn Hafstað Bíó Paradís
... See MoreSee Less

Comment on Facebook

Til hamingju með fallega mynd 😊

Skemmtileg 🙂

Til hamingju ! 🍾 Hlakka til að sjá myndina😁👍 Söknum ungbarnasundið og Snorra þetta var svo góður tími ❤

Snorri-logo-2019-web

Bókanir í síma 896 6695
snorri@ungbarnasundsnorra.is

Kt. 280160-3189 Reikn. nr. 318-26-006030

Skálatúnslaug - 270 Mosfellsbær​

busli-logo
Werbung: pureblack.de