Snorri Magnússon er menntaður þroskaþjálfi og íþróttakennari. Frá árinu 1990 hefur hann staðið í forgrunni, hvað varðar ungbarnasund og ungbarnasundkennslu á Íslandi.

Ungbarnasund er markviss örvun og aðlögun barna 0-2 ára í vatni. Aldurinn 3 mánaða til 8-9 mánaða þykir heppilegur til að byrja slíka þjálfun. En þó er hægt að byrja fyrr og eins seinna.

Tilgangur slíkrar þjálfunar getur verið margþættur bæði fyrir börn, foreldra og kennarans.

Ungbarnasund Snorra er staðsett í sundlaug Skálatúns í Mosfellsbæ.
Sjá kort.

Leitast hefur verið við frá upphafi að hafa gæði sundlaugavatnsins sem best, bæði hvað varðar hreinleika og tærleika.
Sundlaugin er hringlaga með bogadregnum steyptum tröppum. Þetta form laugarinnar gerir ungbarnasund afar þægilegt og skemmtilegt.
Búnings- og baðaðstaða er fyrir bæði kynin. Aðstaða fyrir börn s.s skiptiborð og rými á sundlaugarbakka mjög góð. Öll aðkoma og bílastæði til fyrimyndar.
Play Video

Stundatafla

Ungbarnasund Snorra er skipulagt þannig að foreldrar og Snorri gera með sér munnlegan samning um ungbarnasund í einn mánuð. Foreldrar mæta með barnið sitt tvisvar í viku á ákveðnum tíma. Hver tími er um 60 mínútur. Þetta er því 8-9 skipti í mánuði og er mánaðargjaldið kr. 20.000. Ef foreldrar missa úr tíma eða geta ekki mætt í sinn tíma hafa þeir möguleika á að bæta upp tímann með því að mæta með öðrum hópi.
Foreldrar geta ákveðið hversu lengi þeir eru með barn sitt í ungbarnasundi, þ.e. upp að 12 mánaða aldri. Snorri tekur börn fyrst 2-3 mánaða gömul í ungbarnasund og ekki miklu eldri en 8-9 mánaða þegar þau byrja í sundinu. Snorri býður foreldrum sem hafa áhuga á ungbarnasundi að koma og horfa á sundtíma til að skoða aðstæður og sjá hvernig sundtími fer fram. Þá kennir hann foreldrum auðveldar undirbúningsæfingar til að vinna með barninu heima.
Snorri reynir að svara öllum tölvupósti en vill endilega að allar innskráningar fari fram í gegnum síma. Hann svarar öllum símtölum. Ef hann getur ekki svarað strax þá hringir hann til baka við fyrsta hentugleika. GSM sími Snorra er (+354) 896-6695.

Sumartími
1. júní til 31. ágúst

Hópur 1

Mánudaga 12:30 - Fimmtudaga 12:30

Hópur 2

Mánudaga 14:00 - Fimmtudaga 14:00

Hópur 3

Mánudaga 09:15 - Fimmtudaga 09:15

Hópur 4

Þriðjudaga 12:30 - Föstudaga 12:30

Hópur 5

Þriðjudaga 14:00 - Föstudaga 14:00

Hópur 6

Þriðjudagar 09:15 - Föstudagar 09:15

Hópur 7

Mánudaga 10:30 - Fimmtudaga 10:30

Hópur 8

Þriðjudaga 10:30 - Föstudaga 10:30

Vetratími
1. september til 31.mai

Hópur 1

Mánudaga 12:30 - Fimmtudaga 12:30

Hópur 2

Mánudaga 14:00 - Fimmtudaga 14:00

Hópur 3

Miðvikudaga 12:30 - Laugardaga 12:00

Hópur 4

Þriðjudaga 12:30 - Föstudaga 12:30

Hópur 5

Þriðjudaga 14:00 - Föstudaga 14:00

Hópur 6

Miðvikudaga 14:00 - Laugardaga 13:30

Hópur 7

Mánudaga 10:30 - Fimmtudaga 10:30

Hópur 8

Þriðjudaga 10:30 - Föstudaga 10:30

Hópur 9 - Eldri börn

Laugardögum 10:15

Bókanir í síma 896 6695

Fróðleikur og söngtextar

Bókanir í síma 896 6695
snorri (@) ungbarnasundsnorra.is

Kt. 280160-3189 Reikn. nr. 318-26-006030

Skálatúnslaug - Skálahlíð 3 - 270 Mosfellsbær